Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. september 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samgönguvika hefst á morgun

„Veljum grænu leiðina“ er yfirskrift Evrópskrar samgönguviku í ár sem hefst á morgun. Um er að ræða samevrópskt átak í því skyni að hvetja til vistvænna samgangna en það stendur yfir dagana 16. – 22. september ár hvert.

Undanfarin ár hefur valkostum til að ferðast milli staða á vistvænan hátt fjölgað til muna sem endurspeglast í auknum fjölda þeirra sem velja að ferðast um með öðrum hætti en einkabílnum. Þannig velja æ fleiri grænu leiðina í sínum daglegu samgöngum og í ár verður sjónum beint sérstaklega að þeirri þróun.

Að þessu sinni verður Samgönguvika sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlum þar sem ekki verður efnt til viðburða sem kalla á að fólk safnist saman. Meðal annars mun fólk geta tekið könnun á netinu undir yfirskriftinni „Hvaða samgöngukrútt ert þú?“ en henni er ætlað að benda á gamansaman hátt á vistvæna valkosti við einkabílinn þegar kemur að daglegum samgöngum. Fjallað verður um hvað samfélög hafa lært um daglegar samgöngur af Covid-19 og samkomubanni og fólki kynnt kort af lykilleiðum hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu svo eitthvað sé nefnt. Þá verður sérstakur Samgönguvikustrætisvagn á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum