Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. september 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lyftistöng fyrir íþróttalíf á Fljótsdalshéraði

Davíð Þór Sigurðarson formaður Hattar, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. - myndMynd/Höttur
„Virkni og þátttaka er eitt mikilvægasta veganestið sem við sem samfélag getum gefið börnum og ungmennum þessa lands,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem var viðstödd vígslu nýrrar viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum um helgina.

Viðbyggingin hýsir fullbúið fimleikahús ásamt hlaupabrautum og stökkgryfju fyrir frjálsar íþróttir. Húsið er byggt af íþróttafélaginu Hetti í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað og er rúmlega 1000 fm að stærð.

Auk ráðherra var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands viðstaddur vígsluna ásamt fulltrúum Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Þá fjölmenntu grunnskólabörn sveitarfélagsins á vígsluna enda húsið mikil lyftistöng fyrir þeirra íþróttaiðkun til framtíðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum