Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. október 2020 Utanríkisráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Utanríkisráðherra skipar starfshóp um ljósleiðaramálefni

Utanríkisráðherra skipar starfshóp um ljósleiðaramálefni - myndBrett Sayles/Pexels

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur skipað fimm manna starfshóp um ljósleiðaramálefni, útboð ljósleiðaraþráða Atlantshafsbandalagsins og tengd málefni.

Starfshópurinn á að gera heildstæða úttekt og mat á ljósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands. Þá efnir starfshópurinn til samráðs við Atlantshafsbandalagið um hugsanlega hagnýtingu á aukagetu ljósleiðarakerfis bandalagsins hér á landi en þeir ljósleiðaraþræðir sem um ræðir eru á eignaskrá Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Í dag er hluti kerfisins í útleigu en sá samningur rennur út í lok næsta árs.  

Að lokinni úttekt og samráði mun hópurinn skila ráðherra skýrslu með tillögum um næstu skref. 

Starfshópurinn er svo skipaður:

  • Haraldur Benediktsson alþingismaður sem jafnframt er formaður starfshópsins.
  • Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands í Keflavík.

Jóna Sólveig Elínardóttir, sérfræðingur á öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ottó V. Winther, sérfræðingur á skrifstofu rafrænna samskipta í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, eru starfsmenn hópsins.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum