Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. október 2020 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um hlutdeildarlán birt í samráðsgátt stjórnvalda

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti hlutdeildarlán á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í júní.  - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett drög að reglugerð um hlutdeildarlán í samráðsgátt stjórnvalda og óskar eftir umsögnum frá almenningi og hagaðilum um reglugerðina. Lög um hlutdeildarlán taka gildi 1. nóvember næstkomandi og fjallar reglugerðin um útfærslu þeirra.

Í drögum að reglugerðinni er meðal annars kveðið á um meðferð umsókna og úthlutun hlutdeildarlána. Þá er ákvæði um skilyrði hlutdeildarlána, til dæmis hvaða íbúðir verða keyptar með hlutdeildarlánum, hagkvæmni og ástand íbúða, hámarksverð og -stærðir íbúða, sem og undanþágur frá almennum skilyrðum hlutdeildarlána. Jafnframt er kveðið á um endurgreiðslu hlutdeildarlána og samstarf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við byggingaraðila. Að lokum eru tilgreindar tímabundnar heimildir lántaka til útleigu íbúðar og gjaldfellingarheimild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á hlutdeildarláni.

Frestur til að skila umsögn um drög að reglugerð um hlutdeildarlán er til og með 20. október nk.

Nánari upplýsingar má finna á vef samráðsgáttar og á upplýsingavef um hlutdeildarlán.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Hlutdeildarlánin eru stórt skref í þá átt að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn og þessi reglugerð skerpir á ákveðnum útfærsluatriðum varðandi lánin. Ég hvet því sem flesta til að koma athugasemdum á framfæri varðandi þessi atriði.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum