Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. október 2020 Innviðaráðuneytið

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings

Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings.  - mynd

Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekju- og eignamörk hækka um 3,5% á milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:

Fjöldi heimilis-manna Neðri tekju-mörk á ári Efri tekju-mörk á ári Neðri tekjumörk á mánuði Efri tekjumörk á mánuði
1 4.020.975 5.026.219 335.081 418.852
2 5.318.064 6.647.580 443.172 553.965
3 6.226.026 7.782.533 518.836 648.544
4 eða fleiri 6.744.861 8.431.076 562.072 702.590

Eignamörk hækka úr 5.769.000 kr. í 5.971.000 kr. á milli ára.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum