Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. október 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

10,2 milljarða króna aukning fer til ofanflóðavarna og eflingar vöktunar og styrkingar stjórnsýslu vegna náttúruvár samkvæmt fjármálaáætlun 2021-2025.

Fárviðri gekk yfir Ísland í desember 2019 og olli miklu tjóni. Samgöngur lögðust af og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem urðu verst úti. Í kjölfar fárviðrisins skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum, en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að uppbyggingu ofanflóðavarna yrði lokið árið 2030.

Frá og með árinu 2021 er gert ráð fyrir tæplega 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá. Það er árleg aukning um 1,6 milljarð króna frá því sem nú er.

Auknum fjármunum verður ráðstafað til þess að ljúka framkvæmdum fyrr en áætlað var, en alls hafa 47 verkefni til varnar ofanflóðum verið skilgreind og er 27 þeirra nú lokið. Gert er ráð fyrir að 35 þeirra verði lokið árið 2025 og að öllum framkvæmdarverkefnum til varnar ofanflóðum verði lokið árið 2030, en ekki um 2050 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Einnig lagði hópurinn til í tengslum við eflingu almannavarnakerfisins að auka vöktun náttúruvár. Er í fjármálaáætlun 2021-2025 á málefnasviði umhverfismála gert ráð fyrir ríflega 1,7 milljarði króna í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins til eflingar vöktunar og styrkingar stjórnsýslu, m.a. með kaupum á vöktunar- og mælabúnaði, hugbúnaði og endurnýjun og uppbyggingu veðursjárkerfis.

Gert er ráð fyrir 463 milljónum króna verði varið í þessi verkefni í fjárlögum næsta árs, en auk þess var um 540 milljónum króna til viðbótar varið í fjáraukalögum ársins í ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum