Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. október 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi

Út er kominn leiðarvísir á þremur tungumálum um stuðning við virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Móðurmáli – samtökum um tvítyngi að taka saman leiðarvísinn í samstarfi við þá aðila sem best þekkja til á þessu sviði hér á landi.

Leiðarvísirinn byggir á lögum, stefnum og rannsóknum, en einnig reynslu og hugmyndum frá fagfólki og vettvangi og alþjóðlegum viðmiðum. Í honum er fjallað um mikilvægi þess að styðja við virkt fjöltyngi barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi, byggja upp samstarf við foreldra og efla samskipti við börn í daglegu starfi. Einnig inniheldur leiðarvísirinn ráð, leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra, aðstandendur, kennara og annað fagfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem og frístundaleiðbeinendur.

Leiðarvísana má einnig nálgast á vef Móðurmáls.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum