Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. nóvember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar 10. júlí 2020. Umsóknarfrestur var til 27. júlí 2020. Alls bárust átta umsóknir um embættið en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka.

Niðurstaða dómnefndar er að allir sex umsækjendurnir séu hæfust til að hljóta skipun í embætti dómara við Hæstarétt Íslands, en þau eru: Aðalsteinn E. Jónasson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Davíð Þór Björgvinsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson.

Dómnefndina skipuðu: Áslaug Árnadóttir, formaður, Andri Árnason, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir.

Umsögn dómnefndar er að finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum