Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. nóvember 2020 Utanríkisráðuneytið

Norræn utanríkis- og öryggismál 2020

Norræn utanríkis- og öryggismál 2020 - myndWikimedia Commons

Á fundi sínum í Stokkhólmi þann 30. október 2019 ákváðu utanríkisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar að fela Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, að skrifa óháða skýrslu þar sem gerðar yrðu tillögur um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála.Var það gert að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni af því að áratugur er liðinn síðan Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, var falið að skrifa sambærilega skýrslu, en stórum hluta þeirra tillagna hefur verið hrint í framkvæmd.

Skýrslan er nú komin út í íslenskri þýðingu og er titill hennar Norræn utanríkis- og öryggismál 2020 – Loftslagsbreytingar, fjölþátta- og netógnir og áskoranir í fjölþjóðasamstarfi innan ramma alþjóðalaga. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum