Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. nóvember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, undirritaði viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. - mynd

Dómsmálaráðuneytið og Jafnvægisvogin hafa skrifað undir viljayfirlýsingu/samstarfsyfirlýsingu um að dómsmálaráðuneytið muni næstu fimm ár vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar sem eru meðal annars að auka jafnvægi kynjanna í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi og að virkja íslenskt atvinnulíf og opinberra aðila á Íslandi að vera fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) með það markmið að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Dómsmálaráðuneytið hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. En viðurkenningu hljóta þeir þátttakendur Jafnréttisvogarinnar sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Viðurkenningarnar voru afhentar á föstudag og fengu 30 fyrirtæki, fimm sveitarfélög og níu opinberir aðilar viðurkenningu. Viðurkenningarnar voru afhentar á stafrænni ráðstefnu sem bar nafnið Jafnrétti er ákvörðun síðastliðinn föstudag og kynnti þar Eliza Reid, forsetafrú, viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2019 hlutu 18 þátttakendur viðurkenningu, en í ár voru viðurkenningarhafar 44 talsins.

Sjá nánar um Jafnvægisvogina á heimasíður FKA


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum