Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. desember 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabílum og sendibílum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabifreiðum og sendiferðabifreiðum. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 5. febrúar 2021.

Endurskoða á löggjöf sambandsins um staðla sem gilda um losun koldíoxíðs, CO2, frá þessum ökutækjum. Markmiðið er að skýr stefna gildi í þessum efnum frá árinu 2025 í samræmi við stefnu ESB í loftslagsmáum (e. European Green Deal). Samgöngur án losunar gróðurhúsalofttegunda er hluti af markmiðum sambandsins um jafnvægi í losunarmáum um 2050.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum