Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. desember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2020

Föstudaginn 18. desember hélt fjármálastöðugleikaráð sinn þriðja fund á árinu. Farið var yfir horfur í fjármálakerfinu og hagkerfinu almennt og gerði Seðlabankinn grein fyrir helstu áhættuþáttum. Sérstök kynning og umfjöllun var um áhrif heimsfaraldurs kórónaveiru á útlánasöfn bankakerfisins og hvernig unnið hefur verið úr lánasöfnunum. Þá hélt Seðlabankinn kynningu á stöðu lífeyrissjóðakerfisins og greindi frá því hvernig starfsemi skilavalds innan bankans hefur farið af stað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum