Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. desember 2020 Utanríkisráðuneytið

Viðbótarframlag vegna neyðarinnar í Jemen

Kona með skömmtunarseðil frá WFP í Sanaa, höfuðborg Jemens. - myndWFP

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) 40 milljón króna viðbótarframlag til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.

Neyðarástand ríkir í Jemen, þar sem stríðsátök hafa haft gríðarleg neikvæð efnahags- og félagsleg áhrif og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Áætlað er að rúmlega 24 milljónir manna þarfnist mannúðaraðstoðar, eða um 80 prósent þjóðarinnar.

 „Vannæring er hrikalegt vandamál í Jemen, ekki síst á meðal ungra barna, og ástandið var orðið mjög slæmt í þeim efnum jafnvel áður en stríðið þar braust út. Ég held að fullyrða megi að hvergi í veröldinni er neyðar- og matvælaaðstoðar þörf en einmitt í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra. 

Í hverjum mánuði veitir WFP nær 13 milljónum einstaklinga matvælaaðstoð í Jemen. Að auki styður stofnunin um eina milljón kvenna og tvær milljónir barna með meðferð gegn vannæringu.

WFP er ein af lykilsamstarfsstofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar, en stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári, sem staðfestir það mikilvæga starf sem hún gegnir.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum