Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. janúar 2021 Dómsmálaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Ráðstöfunarfé nýtt í björgunarbát fyrir Flateyri

Flateyri - mynd Mynd: iStock

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum tillögu dómsmálaráðherra um að nýta ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að leigja bát fyrir björgunarsveitina á Flateyri út árið 2021. Í greinargerð og tillögum aðgerðarhóps í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri sem gefin var út 2. mars 2020 var meðal annars lagt til að ríkið fjármagni kaup á björgunarbát fyrir Flateyri og rekstur hans til 5 ára. Í fjárlögum var ekki gert ráð fyrir fé til kaupa á slíkum báti fyrir Flateyri. Björgunarsveitin á Flateyri er með frekar nýlegan björgunarbát sem er harðbotnabátur en hann er ekki yfirbyggður og hentar því ekki til sjúkraflutninga þegar landleiðin lokast. Í desember síðastliðnum var tekin ákvörðun um að finna tímabundna lausn fyrir árið 2021. Ríkisstjórnin samþykkti að nýta ráðstöfunarfé sitt til þessarar tímabundnu lausnar. Áætlaður kostnaður við leigu á hentugum báti er um fjórar milljónir króna.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum