Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. febrúar 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stuðningur við starf æskulýðsfélaga vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað 50 milljónum kr. til æskulýðsfélaga sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Styrkir eru veittir vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða félög hafa þurft að skerða starfsemi vegna áhrifa COVID-19.

„Æskulýðsstarf hefur ótvírætt forvarna- og menntunargildi og það er markmið okkar að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku að slíku starfi. Þar starfa börn og ungmenni í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Það er mikilvægt veganesti fyrir þau og samfélagið allt,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Styrkirnir skiptast svo:

Sumarbúðir KFUK Vindáshlíð 1.500.000
Núll prósent hreyfingin 200.000
Taflfélag Vestmannaeyja 200.000
AFS á Íslandi 7.000.000
KFUM og KFUM 2.500.000
Skógarmenn KFUM 3.000.000
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni 3.000.000
Bandalag íslenskra skáta 5.000.000
KFUM og KFUK Akureyri 350.000
Taflfélag Reykjavíkur 1.520.000
Samfés 4.000.000
Ungmennafélag Íslands /ungmennabúðirnar á Laugum 5.000.000
Landssamband ungmennafélaga 4.700.000
JCI Íslands 250.000
Víkingaklúbburinn/skákfélag 100.000
Stúdentaráð Háskóla Íslands 300.000
Veraldarvinir 2.500.000
Ungir umhverfissinnar 300.000
Skátafélagið Skjöldungar 600.000
Landssamtökin Þroskahjálp 700.000
Ölver sumarbúðir 1.500.000
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF 4.000.000
Samtök ungra bænda 200.000
Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) 1.000.000
Skátafélagið Kópar 500.000
JCI Reykjavík 80.000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum