Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. febrúar 2021 Matvælaráðuneytið

Áhugaverður fundur um landbúnaðarkerfi Breta eftir Brexit

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til fundar í morgun um breytingar á landbúnaðarkerfi Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu. Á fundinum fór Torfi Jóhannesson, doktor í búvísindum og starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar, yfir þær breytingar sem boðaðar hafa verið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þurftu þeir að móta sér nýja stefnu um hvernig ætti að styðja innlendan landbúnað þar sem sameiginleg landbúnaðarstefna ESB féll úr gildi um leið. Bretar hafa valið að fara nýjar leiðir á margan hátt.

Í erindi Torfa var m.a. fjallað um þær breytingar sem verða á tollaumhverfi breskra landbúnaðarvara og fyrirkomulagi viðskipta milli Bretlands og ESB eftir Brexit en 60% af útflutningi landbúnaðaravara frá Bretlandi fer til ESB og 70% af innflutningi landbúnaðarvara til Bretlands kemur frá ESB. Þá fjallaði Torfi um breytingar á stuðningskerfinu en Bretar ætla að hætta beingreiðslum og í staðinn greiða nær allan ríkisstuðning út á verndun umhverfis. Grunnforsendan í nýju stuðningskerfi sé að almannafé skuli renna til að styðja við almannahagasmuni. Í kjölfar erindis Torfa tóku við spurningar og umræður.

Hér má nálgast glærur frá fundinum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum