Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. mars 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntamiðja 2.0

Aðstandendur Menntamiðju - myndKristinn Ingvarsson / HÍ
Nýr vefur Menntamiðju var opnaður í vikunni, að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Menntamiðja verður virkur vettvangur fyrir samstarf aðila menntakerfisins um þróunarstarf og nýsköpun og upplýsingagátt um starfsþróun kennara, stjórnenda og annars fagfólks í skólum, styrki og sjóði sem eru í boði, viðburði og rannsóknir sem tengjast skólastarfi.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Menntamiðja er táknræn fyrir það góða samstarf sem einkennir skólasamfélagið okkar og það er mikill fengur að því að dýrmætar upplýsingar, fróðleikur og miðlun eigi sér nú stað í gegnum einn samstarfsvettvang á vefnum.

Á vefnum verður miðlað bæði óformlegri starfsþróun sem sprettur upp úr grasrót faghópa í menntakerfinu, sem og formlegri starfsþróun – eins og Menntafléttu sem Menntavísindasviði HÍ var falið að finna að í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Kennarasamband Íslands. Þar verða 45 vefnámskeið sem munu ná til um 900 leiðtoga í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Nokkur námskeiðanna eru þegar farin af stað en þar er m.a. lögð áhersla á á læsi og íslensku, náttúrufræði og raungreinar og stærðfræði auk þverfaglegra þátta náms, og kennslu og félagslegra þátta, sem tengjast heilbrigði, félags- og tilfinningahæfni, skólamenningu, námsmati og þátttöku í skóla margbreytileikans.

Að vefnum standa auk ráðuneytisins, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntamálastofnun, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands.

Ritstjórn Menntamiðju tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á Menntamiðju og mótar verklag þar um. Menntamiðja verður hýst af Menntavísindastofnun Háskóla Íslands sem ber ábyrgð á fjármálum og rekstri verkefnis.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum