Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. apríl 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávörpuðu ungmennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Jökull Ingi Þorvaldsson, fulltrúa Landsambands ungmennafélaga gagnvart Sameinuðu þjóðunum, ávörpuðu ráðstefnuna.   - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í dag ávarp á ungmennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, (ECOSOC Youth Forum) sem í ár er haldin í tíunda sinn.  Ráðherra deildi ræðutíma sínum með Jökli Inga Þorvaldssyni, fulltrúa Landsambands ungmennafélaga gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Ungmennaráðstefnan er í umsjá Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ og leikur lykilhlutverk í að lyfta fram sjónarmiðum, lausnum og reynslu ungs fólks  á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í ár var sérstök áhersla lögð á umræður áhrif COVID-19 faraldursins á börn og ungmenni og innleiðingu heimsmarkmiðanna.

Í ávarpi sínu fjallaði félags- og barnamálaráðherra um mikilvægi þess að börn og ungmenni taki virkan þátt í stefnumótun og uppbyggingu samfélaga um allan heim í kjölfar COVID- 19 faraldursins. Hann lagði áherslur á að börn ættu ekki eingöngu að vera hjartað í aðgerðum stjórnvalda, þau ættu einnig að vera þátttakendur í samtalinu um hvernig bregðast skuli við áhrifum faraldursins. Ráðherrann notaði einnig tækifærið til að þakka börnum og ungmennum út um allan heim fyrir framlag þeirra og þær fórnir sem þau hafa fært með því að virða samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu COVID faraldursins.

Jökull Ingi Þorvaldsson tileinkaði erindi sitt réttindum LGBTQI+ ungmenna á alþjóðlegum sem innlendum vettvangi. En í erindi sínu fjallaði hann um mikilvægi þess að stjórnvöld ræði réttindi þessa hóps á alþjóðlegum vettvangi m.a. á ráðstefnum sem þessari. Jökull lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að unnið sé með markvissum hætti að því að koma í veg fyrir ofbeldi og hatursglæpi gagnvart LGBTQI+ ungmennum, m.a. með því að safna tölfræðigögnum um tíðni ofbeldisins og þróun þess yfir tíma. Að lokum lagði Jökull áherslu á að stjórnvöld tryggi að fullnægjandi löggjöf og aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé lykilatriði til að uppfylla réttindi LGBTQI+ ungmenna og vernda þau fyrir ofbeldi.

Ráðstefnan fer fram dagana 7-8. apríl og er hægt að fylgjast með fundinum hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum