Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja

COVID-19: Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja - myndSóttvarnastofnun Evrópu (ECDC)

Uppfært

Ísland er aftur orðið grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, eitt Evrópuríkja. Stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu. Græni liturinn er til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa. „Þetta er ánægjulegur vitnisburður um að sóttvarnaaðgerðir hér á landi duga vel, við erum á réttri leið og síðast en ekki síst fjölgar nú jafnt og þétt í hópi bólusettra hér á landi“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum