Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. apríl 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stefna um stafræna þjónustu stjórnvalda í samráðsgátt

Stafræn þjónusta hins opinbera á að vera skýr, örugg, einföld og hraðvirk þannig að fólk komist beint að efninu, hvar og hvenær sem er. Þetta kemur fram í drögum að nýrri stefnu um stafræna þjónustu sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Stefnan hefur að geyma umgjörð um sýn og áherslur hins opinbera um hagnýtingu upplýsingatækni og stafrænnar þjónustu til að veita framúrskarandi þjónustu með öruggum hætti. Henni er ætlað að miða að styrkri samkeppnisstöðu Íslands, fjölga störfum í þekkingariðnaði og auka hagsæld með nýsköpun og skilvirkara samfélagi. Þá mun efling stafrænnar þjónustu skila aukinni hagræðingu í ríkisfjármálum og minnka áhrif opinberrar starfsemi á umhverfið.

Stefnan er leiðandi fyrir aðrar opinberar stefnur sem og stefnumarkandi ákvarðanir á þessu sviði. Hún byggir á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu stafrænnar þjónustu, sem samþykkt var í maí 2019, og yfirlýstum markmiðum um að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið hins opinbera við almenning.

Umsagnarfrestur  er til og með 28. apríl næstkomandi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum