Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Vottorð á landamærum hafa reynst áreiðanleg

COVID-19: Vottorð á landamærum hafa reynst áreiðanleg - myndStjórnarráðið

Vottorð sem komufarþegar hafa framvísað á landamærum Íslands um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni, virðast áreiðanleg. Frá 1. apríl hefur komufarþegum með slík vottorð verið gert að fara í eina sýnatöku til að kanna hvort þeir kunni að bera COVID-19 smit. Á tímabilinu 1. – 15. apríl voru 1.106 farþegar sem framvísuðu vottorðum. Af þeim greindust 5 jákvæðir við sýnatöku en við nánari skoðun hjá COVID-göngudeild Landspítala kom í ljós að enginn þeirra var með virkt smit.

Alls komu um 4.800 ferðamenn til landsins á tímabilinu 1. – 15. apríl og af þeim framvísuðu 1.106 einstaklingar bólusetningarvottorði, vottorði um fyrra smit eða vottorði sem staðfestir mótefni. Sem fyrr segir hafa þessi vottorð reynst áreiðanleg. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig vottorðin skiptast eftir tegund þeirra.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum