Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Bóluefnaskammtar frá Noregi komnir til landsins

Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Norðmenn gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu. Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því.

Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum