Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. maí 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bylting fyrir starfsnám í Breiðholti

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra við undirritun samnings um bætta verknámsaðstöðu FB. - mynd

Rúmlega 2.100 fm nýbygging mun rísa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og mæta þörfum skólans fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um framkvæmd þessa í gær. Áætlaður stofnkostnaður vegna hennar nemur 1.058 milljónum kr. og skiptist svo að ríkissjóður greiði 60% en Reykjavíkurborg 40%.


Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:

„Þetta verður bylting fyrir nemendur og kennara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, markmiðið er að hér rísi fyrirmyndaraðstaða til kennslu, meðal annars í rafvirkjun og húsamíði. Það er ánægjulegt að geta stuðlað að svo mikilvægri uppbyggingu í góðri samvinnu. Það er mitt hjartans mál að við eflum iðn- og starfsmenntun í landinu og til þess þurfum við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. Ég óska skólanum til hamingju með þennan áfanga og hlakka til að fylgjast með framkvæmdunum.“

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er elsti fjölbrautaskóli landsins, stofnsettur 1975 en stefna skólans er að jöfn áhersla sé lögð á bók-, list- og verknám og námið sniðið að breiðum hópi nemenda.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum