Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. maí 2021 Forsætisráðuneytið

Katrín flutti ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Katrín Jakobsdóttir ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Örnu Ír Gunnarsdóttur þingforseta. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði í dag Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga. Í ávarpi sínu ræddi forsætisráðherra heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukna áherslu á virka þátttöku sveitarfélaga í innleiðingu þeirra. Ný verkfærakista sem unnin var í samstarfi við Sambands íslenskra sveitarfélaga veitir góða leiðsögn um hvernig sveitarfélögin geta lagt sitt af mörkum til að vinna að markmiðum heimsmarkmiðanna.

Katrín ræddi sérstaklega áherslur í tveimur heimsmarkmiðum, jafnrétti kynjanna og loftslagsmálum.

Forsætisráðherra lagði sérstaka áherslu á mikilvægi forvarnarstarfs og forvarnaráætlana sveitarfélaga til að vinna gegn kynferðilegu og kynbundnu ofbeldi. Samstilltar aðgerðir í skólum, leikskólum, íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi eru lykilatriði og þar hafa sveitarfélögin mikilvægu hlutverki að gegna.

Katrín Jakobsdóttir: „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr og áhuga í skólasamfélaginu um áætlunina sem sýnir okkur hve brýnt og þarft verkefnið er. Sveitarfélögin eru hér dýrmætur hlekkur. Sameiginlegt bréf frá mér og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga verður sent út eftir helgina á öll sveitarfélög landsins um áætlunina og vinnuna framundan“.

Heimsmarkmiðin eru mikilvægt leiðarljós í loftslagsmálum og ríkisstjórnin hefur sett þessi mál algjöran í forgang. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk í aðgerðum og aðlögun að loftslagsbreytingum má þar m.a. nefna úrgangsmál, loftslagsáætlanir sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu sem getur stuðlað að loftslagsvænni lífsstíl og bættri lýðheilsu.

Þá velti forsætisráðherra einnig upp spurningum um framtíðarstefnumótun í málefnum sveitarfélaganna og hlutverk þeirra í þjónustu við íbúa „Við þurfum skýra stefnu um hvert við ætlum að stefna varðandi stærð, hlutverk og verkefni sveitarfélaga til framtíðar“.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 5 Jafnrétti kynjanna
 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum