Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. júní 2021 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningar við alþjóðlegu viðskiptaráðin undirritaðir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Baldvin Björn Haraldsson, formaður Alþjóða viðskiptaráðanna innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra undirritaði í dag samstarfssamninga við alþjóðlegu viðskiptaráðin á Íslandi á sviði utanríkisviðskipta á markaðssvæðum viðskiptaráðanna. Markmið samninganna er að dýpka og styrkja samstarf ráðanna við utanríkisráðuneytið um að gæta hagsmuna atvinnulífsins á umræddum mörkuðum.

Annars vegar var um að ræða samkomulag við alþjóða viðskiptaráðin sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Félagi atvinnurekenda.

„Ég hef í embættistíð minni lagt ríka áherslu á utanríkisviðskipti og að efla samstarf utanríkisþjónustunnar og atvinnulífsins, standa vörð um íslenska útflutningshagsmuni og að styðja við sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Það er brýnt að við vinnum saman á útivelli og eru samningarnir sem við undirrituðum í dag mikilvægur rammi um það samstarf,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Alþjóða viðskiptaráðin innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands eru: Amerísk-íslenska, Bresk-íslenska, Dansk-íslenska, Fransk-íslenska, Færeysk-íslenska, Grænlensk-íslenska, Ítalsk-íslenska, Japansk-íslenska, Norðurslóðaviðskiptaráðið, Norsk-íslenska, Pólsk-íslenska, Rússnesk-íslenska, Spænsk-íslenska, Sænsk-íslenska og Þýsk-íslenska. Innan Félags atvinnurekenda starfa viðskiptaráðin Íslensk-kínverska, Íslensk-indverska og Íslensk-taílenska, og Íslensk-evrópska verslunarráðið.

  • $alt
  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum