Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. júní 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Nýr vefur með gagnvirkri framsetningu tölfræðiupplýsinga á sviði félags- og heilbrigðismála

Nýr vefur með gagnvirkri framsetningu tölfræðiupplýsinga á sviði félags- og heilbrigðismála hefur verið settur í loftið á vegum NOSOSKO og NOMESKO, en það eru norrænar nefndir sem starfa að félags- og heilbrigðismálum og hafa það markmið að þróa og birta samanburðahæfar tölulegar upplýsingar um stöðuna á þessum tveimur sviðum. Á vefnum er bæði hægt að finna tölfræði og þemaskýrslur þar sem ákveðin efni eru tekin fyrir og rýnd.

Gagnvirk birting á vef mun auðvelda aðgengi haghafa að tölulegum upplýsingum sem nýta má til stefnumótunar auk markvissrar miðlunar á þekkingu á sviði félags- og heilbrigðismála. Upplýsingarnar á vefnum koma frá hagstofum Norðurlandanna auk hinna ýmsu stofnana í hverju landi fyrir sig. Gögn fyrir Ísland koma meðal annars frá Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, embætti landlæknis, Lyfjastofnun og Krabbameinsskrá.

Félagsmálaráðuneytið hefur, í gegnum þátttöku í NOSOSKO, og í samvinnu við embætti landlæknis, sem vinnur með NOMESKO, unnið að undirbúningi vefsíðunnar ásamt þeim stofnunum sem eru taldar upp hér að ofan. Hér má finna vefinn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum