Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. júlí 2021 Forsætisráðuneytið

Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Alþingi hefur samþykkt nýja þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrri þýðing samningsins var ekki talin í nógu góðu samræmi við frumtexta hans og þá hugmyndafræði sem hann boðar. Var því talið brýnt að uppfæra þýðinguna, þar sem mikilvægt er að íslenskar þýðingar á alþjóðlegum mannréttindasamningum séu í samræmi við frumtexta þeirra og dragi ekki úr vernd þeirra réttinda sem þar er kveðið á um. Þá skiptir máli að nýja þýðingin verði kynnt og henni dreift sem víðast þannig að tryggt sé að henni verði beitt í framkvæmd. Þýðing samningsins verður endurbirt í C-deild Stjórnartíðinda innan skamms.

Þýðinguna í heild sinni má finna hér.

Nánari upplýsingar um feril málsins á Alþingi má finna hér.

Hér má sjá samanburð á frumtexta samningsins, eldri og nýrri þýðingu hans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum