Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Gildistaka aðgerða á landamærum og tilmæli sóttvarnalæknis

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir - myndMynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Sóttvarnalæknir hefur gefið út tilmæli þar sem því er beint til ferðamanna sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi að fara strax í skimun eftir komuna til landsins, þrátt fyrir að hafa engin einkenni vegna COVID-19.

Þá hefur reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 747/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, verið send til Stjórnartíðinda til birtingar. Áréttað er að reglugerðin tekur gildi á miðnætti, þ.e. kl. 00.00 þriðjudaginn 27. júlí. Frá og með þeim tíma þurfa allir bólusettir einstaklingar eða þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu sem koma til Íslands að framvísa ekki eldra en 72 klst. gömlu neikvæðu Covid-prófi, PCR eða antigen (hraðprófi), við byrðingu erlendis.

Áfram þurfa óbólusettir einstaklingar að framvísa PCR-vottorðum sem eru ekki eldri en 72 klst. gömul, auk að fara í tvær PCR-skimanir með fimm daga sóttkví á milli skimana.

Börn fædd 2005 eða síðar verða áfram undanþegin öllum aðgerðum á landamærum.

Frétt sóttvarnalæknis.

Breytingareglugerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum