Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. ágúst 2021 Dómsmálaráðuneytið

Níu sóttu um tvö embætti héraðsdómara

Þann 9. júlí 2021 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara, annars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness. Umsóknarfrestur rann út þann 26. júlí sl.

Umsækjendur um embættin eru:

  • Björn Þorvaldsson, saksóknari
  • Bryndís Guðmundsdóttir, lögmaður
  • Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður
  • María Thejll, lögmaður
  • Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður
  • Sigurður Jónsson, lögmaður
  • Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður
  • Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri

Allir umsækjendur sækja um bæði embættin að frátaldri Sigríði Rut Júlíusdóttur sem einungis sækir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skipað verður í embættin frá 1. október 2021. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum