Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. september 2021 Dómsmálaráðuneytið

Yfirkjörstjórnir veita viðtöku framboðstilkynningum

Auglýsing um framboðslista - mynd

Frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

Til stjórnmálasamtaka sem ætla að bjóða fram í kosningunum til Alþingis 25. september 2021.

Yfirkjörstjórnir munu koma saman til fundar á eftirtöldum stöðum til að veita viðtöku tilkynningum um framboð við kosningar til Alþingis 25. september 2021.

Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:       

8. og 10. september 2021, kl. 10.00 - 12.00 báða dagana í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur við Tjarnargötu.

Norðvesturkjördæmi:

9. september 2021, kl. 10.00 - 13.00 í fundarsal í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.

Norðausturkjördæmi:

8. september 2021, kl. 10.00 - 14.00 að Setbergi, sal á 2. hæð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Suðurkjördæmi:

9. september 2021, kl. 16.00 - 17.30 í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4 á Selfossi.

Suðvesturkjördæmi:

10. september 2021, kl. 10.00 – 12.00 í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn hvers frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.

Tilkynningu um framboð skal fylgja:

1. Framboðslisti viðkomandi stjórnmálasamtaka.

2. Yfirlýsingar allra þeirra sem á framboðslistanum eru um að þeir hafi tekið sæti á listanum. Ef þeim hefur verið safnað á pappír skal afhenda yfirkjörstjórnum frumrit þeirra. Yfirlýsingum sem undirritaðar hafa verið rafrænt skal skila rafrænt til yfirkjörstjórna.

3. Frumrit meðmælendalista hafi þeim verið safnað á pappír. Ef meðmælum hefur verið safnað rafrænt í gegnum Ísland.is skal það koma fram í tilkynningunni.

4. Upplýsingar um hverjir séu umboðsmenn listans.

 

Frekari upplýsingar um framboð til Alþingis er unnt að nálgast á kosning.is.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 1. september 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum