Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Bráðabirgðaákvæði vegna endurgreiðslu kostnaðar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndStjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að setja bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga.

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1. janúar 2020 er öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm tryggður réttur til endurgreiðslu vegna tannlækninga og tannréttinga vegna  „skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, þegar fram hefur farið mat á vanda umsækjanda hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands og meðferð talin nauðsynleg og tíma­bær.“ Endurgreiðslan nemur 95% af gjaldskrá tannlæknis, að undangengnu mati á þörf.

Bráðabirgðaákvæðið sem tekur nú gildi heimilar Sjúkratryggingum Íslands að endurgreiða kostnað vegna tannréttinga hjá þessum börnum, sem hófu meðferð eða sóttu um greiðsluþátttöku og fengu synjun frá 1. janúar 2018 og þar til hin nýja reglugerð tók gildi árið 2020.

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum