Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrstu áfangaskýrslur um óbein áhrif COVID-19

Fyrstu áfangaskýrslur tveggja stýrihópa, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði í nóvember 2020 til að vakta óbein áhrif COVID-19, eru nú komnar út. Stýrihópunum er ætlað að kanna annars vegar áhrif á lýðheilsu og hins vegar á geðheilsu landsmanna.

Mat á óbeinum lýðheilsuáhrifum

Í fyrstu áfangaskýrslu stýrihópsins sem fjallaði um lýðheilsuáhrif voru greindir 18 lýðheilsuvísar fyrir 18 ára og eldri. Þegar allur hópurinn er skoðaður má sjá að það fækkar töluvert í hópi þeirra sem glíma við fjárhagserfiðleika og sömuleiðis dregur úr ölvunardrykkju.

Hins vegar minnkaði neysla ávaxta, grænmetis og sykurlausra gosdrykkja og þeim fækkaði sem nýttu virka ferðamáta til og frá vinnu/skóla. Þá fækkað þeim sem telja sig mjög hamingjusama.

Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir kyni eru vísbendingar um að einmanaleiki hafi aukist meira hjá konum en körlum og að notkun virkra ferðamáta hafi minnkað meira hjá konum en körlum.

Áhrif COVID-19 á geðheilsu

Stýrihópur sem vaktar áhrif á geðheilsu skilaði skýrslu sinni til ráðherra í vor. Í þessari fyrstu áfangaskýrslu stýrihóps um geðheilsu var athyglinni beint að stöðu barna og ungmenna.

Almennt séð virðist flestum börnum á grunnskólaaldri á Íslandi hafa farnast vel og áherslur stjórnvalda um að hlífa börnum eins mikið og hægt var virðast hafa skilað árangri og varið geðheilbrigði barna og ungmenna á Íslandi. Faraldurinn virðist hins vegar hafa haft afgerandi neikvæða áhrif á líðan framhaldsskólanema sem voru nánast alfarið í fjarnámi frá vori til ársloka 2020.

Fyrsta áfangaskýrsla um óbein áhrif COVID-19 á lýðheilsu.

Fyrsta áfangaskýrsla um áhrif COVID-19 á geðheilsu: Fókus á börn og ungt fólk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum