Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. september 2021 Heilbrigðisráðuneytið

​Píeta samtökin hljóta 25 milljóna króna styrk til að efla starfsemi sína

Kristín Ólafsdóttir og Svandís Svavarsdóttir - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt Píeta samtökunum 25 milljónir króna í styrk til að efla þjónustu sína við einstaklinga í sjálfsvígshættu sem þurfa á stuðningi og meðferð að halda. Markmið samtakanna er að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum og efla fræðslu og forvarnir í því skyni. Þjónusta samtakanna er gjaldfrjáls og stendur til boða öllum sem eru 18 ára eða eldri.

Við Píeta samtökin starfar breiður hópur fagfólks, s.s. félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, læknir, geðhjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi.

Samkvæmt upplýsingum embættis landlæknis er talið að árlega taki um 40 einstaklingar líf sitt hér á landi og þá er ótalinn sá fjöldi sem gerir tilraun til sjálfsvígs eða skaðar sig með einhverjum hætti. Allir sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðavanda eiga greiðan aðgang að ókeypis ráðgjöf hjá Píeta samtökunum og sími samtakanna (s. 552 2218) er opinn allan sólarhringinn en einnig má benda á Hjálparsíma Rauða krossins (1717) en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum