Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. október 2021 Forsætisráðuneytið

Fimmta skýrslan um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Íslenska ríkið hefur skilað fimmtu reglulegu skýrslu sinni um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966 til nefndar Sameinuðu þjóðanna sem starfar samkvæmt samningnum. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi hafði umsjón með gerð skýrslunnar. Fjórðu skýrslunni var skilað árið 2011.

Samkvæmt 16. gr. samningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er aðildarríkjum hans skylt að skila reglulega skýrslum um þær ráðstafanir sem þau hafa gert til þess að koma réttindum samningsins í framkvæmd. Fimmta skýrslan tekur til áranna 2010 til vors 2021, en leitast er við að gefa sem réttasta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á því tímabili og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá 11. desember 2012.

Í fimmtu skýrslu Íslands er einkum lýst helstu breytingum sem orðið hafa á íslenskri löggjöf og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar á síðustu árum frá því fjórðu skýrslu var skilað til þess að koma réttindum samkvæmt samningnum í framkvæmd hér á landi. Einnig koma þar fram tölfræðilegar upplýsingar um stöðu mála hér á landi á þessu sviði eftir því sem við á.

Fimmta skýrsla Íslands um alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum