Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2021 Forsætisráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna lagt fram á Alþingi

Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna var dreift á Alþingi sl. föstudag.

Ákvæði laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018, lúta að jafnri meðferð á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar, óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Með frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram er lagt til að við lögin verði bætt mismununarþáttunum trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.

Frumvarper liður í innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en Ísland undirritaði samninginn 30. mars 2007 og fullgilti þann 23. september 2016.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum