Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið styrkir Stígamót

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, undirrituðu samstarfssamning í Stjórnarráðinu í dag. Samkvæmt samningnum greiðir forsætisráðuneytið Stígamótum 12 milljónir króna til að byggja upp netspjall sem styður við verkefnið Sjúkást.

Sjúkást veitir ungmennum á aldrinum 13 til 19 ára fræðslu og stuðning um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Markmiðið með verkefninu, sem bæði er ætlað gerendum og þolendum, er að hjálpa brotaþolum úr ofbeldissamböndum og aðstoða gerendur við að endurtaka ekki ofbeldi. 

Markmiðið með samningnum er meðal annars stuðningur við forvarnaráætlun meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum