Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

Þrjár umsóknir bárust um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu

Mynd/Mannréttindadómstóll Evrópu - mynd

Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar sl. Umsækjendur um embættið eru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Dómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum