Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. mars 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland.is valinn besti vefurinn

Ísland.is var valinn opinber vefur ársins og vefverkefni ársins 2021. - mynd

Vefurinn Ísland.is var valinn verkefni ársins - besti íslenski vefurinn-  þegar íslensku vefverðlaunin fyrir 2021 voru afhent 11. mars sl. en Samtök vefiðnaðarins, SVEF, veittu verðlaunin. Þá var Ísland.is valinn besti opinberi vefurinn annað árið í röð.

Mínar síður á Ísland.is voru valdar vefkerfi ársins en þær fengu einnig sérstaka viðurkenningu fyrir aðgengismál. Ísland.is fékk sömu viðurkenningu í fyrra en mikil áhersla er lögð á að tryggja gott aðgengi á vefnum fyrir alla notendur.

Alls voru 65 verkefni tilnefnd í ár og verðlaun voru veitt í 13 flokkum. Stafrænt Ísland, sem vinnur að þróun Ísland.is og fjölda verkefna sem því tengjast, átti hlut í fjórum tilnefninga. Verðlaunaverkefnin voru valin af dómnefnd sem lagði mat á gæði forritunar, hönnun, notendaupplifun, efni, aðgengi og sköpunargleði.

Auk þess sem Ísland.is var tilnefndur sem vefur ársins og Mínar síður á Ísland.is sem vefkerfi ársins fengu stafrænn samningur um lögheimili barns sem stafræn lausn og reglugerðarsafn Íslands sem vefkerfi tilnefningar.

Stafrænt Ísland er eining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem starfar þvert á ráðuneyti og stofnanir að því markmiði að einfalda líf fólks með stafvæðingu opinberrar þjónustu í samræmi við markmið stjórnvalda þar um.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum