Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. mars 2022 Matvælaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð - myndPexels/Magda Ehlers

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að íslensk matvælaframleiðsla eigi mikil sóknarfæri á komandi árum og þar gegni Matvælasjóður veigamiklu hlutverki.

Á tímum þar sem fæðuöryggi er okkur hugleikið er mikilvægt að styðja af fremsta megni við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Okkar takmark er að íslensk matvælaframleiðsla sé samnefnari fyrir sjálfbæra nýtingu, frjóa nýsköpun og fullunnin matvæli í hæsta gæðaflokki.

 

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi, eru ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði, hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokkana og handbókina vel áður en farið er í að vinna umsókn.

Handbók umsækjenda hefur verið endurskoðuð og allar umsóknir fara nú í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

Umsækjendur geta sótt um hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum