Hoppa yfir valmynd

Skipan þjóðaröryggisráðs

Í þjóðaröryggisráði eiga fast sæti forsætisráðherra, sem er formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta. Enn fremur eiga sæti í ráðinu tveir alþingisþingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á Alþingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

 • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra , formaður
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
 • Guðlaugur Þ. Þórðarson, utanríkisráðherra
 • Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
 • Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis
 • Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
 • Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri
 • Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
 • Smári Sigurðsson, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar
 • Oddný Harðardóttir, alþingismaður
 • Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður.

Þjóðaröryggisráð getur kallað til fleiri ráðherra til setu í ráðinu varðandi einstök mál sem eru til umfjöllunar hjá ráðinu og tekur þá viðkomandi ráðuneytisstjóri einnig sæti í því.

Embættismönnum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og opinberra stofnana og hlutafélaga sem og einstaklingum og fulltrúum lögaðila er skylt að mæta á fundi þjóðaröryggisráðs, sé þess óskað.

Ritari Þjóðaröryggisráðs er Þórunn J. Hafstein. Netfang: [email protected]

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira