Hoppa yfir valmynd

Vöktun vegna vatnsflóða

Vegna legu landsins eru aftakaveður algeng á Íslandi. Örar leysingar og mikil úrkoma geta valdið vatnsflóðum og krapaflóðum. Eldgos undir jöklum valda oft miklum vatnsflóðum vegna bráðnunar íss. 

Veðurstofa Íslands rekur víðtækt mælanet, safnar grundvallarupplýsingum og þekkingu um vatnafar landsins og útbýr vatnafars- og flóðakort fyrir landið. Hún annast kerfisbundnar vatnamælingar á rennsli, vatnshæð, vatnshita, aurburði og öðrum þáttum sem áhrif hafa á vatnshæð og líkur á flóðum. Þessi vöktun gerir Veðurstofunni kleyft að senda út viðvaranir vegna hættu á hlaupum og vatnsflóðum auk þess sem hún gefur út viðvaranir og metur ísingu á landi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 31.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum