Ívilnanir vegna nýfjárfestinga
Markmið með veitingu ívilnana til nýfjárfestinga á Íslandi er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, samkeppnishæfni Íslands og byggðaþróun með því að tilgreina hvaða ívilnanir er heimilt að veita til nýfjárfestinga hér á landi og hvernig þeim skuli beitt. Á grundvelli laga nr. 41/2015, getur ráðherra gert fjárfestingarsamning og veitt tilteknar ívilnanir til verkefna sem uppfylla skilyrði laganna.
Á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins starfar þriggja manna nefnd til að leggja mat á nýfjárfestingarverkefni í þeim tilvikum sem sótt er um ívilnun og gerir nefndin tillögu til ráðherra um afgreiðslu. Ráðherra iðnaðarmála skipar nefndina sem samanstendur af þremur sérfræðingum á sviði fjárfestinga og skal ráðherra sem fer með tekjuöflun ríkisins eiga fulltrúa í nefndinni.
Í nefndinni eiga eftirtaldir aðal- og varamenn sæti:
- Baldur Arnar Sigmundsson atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, formaður. Varamaður hans er Sveinn Þorgrímsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
- Linda Garðarsdóttir fjármála- og efnahagsráðuneyti. Varamaður hennar er Steinar Örn Steinarsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti.
- Sigríður Valgeirsdóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Varamaður hennar er Ingvi Már Pálsson atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Ritari nefndarinnar er Ása María H Guðmundsdóttir og skulu fyrirspurnir sendar til hennar [email protected]
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Umsóknareyðublað og gátlisti
Nýfjárfestingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.