Stefna um nýfjárfestingar
Á Alþingi 2016 var samþykkt þingsályktun um stefnu stjórnvalda um nýfjárfestingar, sem lögð var fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í stefnunni kemur fram að:
„Alþingi ályktar að efla skuli nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestinga. Í því skyni verði lögð áhersla á nýfjárfestingarverkefni:
- sem byggjast á styrkleikum Íslands og sérstöðu,
- sem stuðla að aukinni fjölbreytni og afleiddri innlendri starfsemi,
- sem ýta undir vöxt alþjóðlega samkeppnishæfs þekkingariðnaðar,
- sem styðjast við nýjustu og bestu fáanlegu tækni og umhverfisviðmið, m.a. með tilliti til skuldbindinga Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember 2015,
- sem skapa innlendan virðisauka og hafa margföldunaráhrif, t.d. með samstarfi við starfandi íslensk fyrirtæki og með fjárfestingum í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum,
- sem skila sem mestum virðisauka og innleiða nýja þekkingu.
Tryggt verði að markaðs- og kynningarstarfsemi stjórnvalda, tengd nýfjárfestingum, sé í samræmi við þær áherslur sem fram koma í ályktun þessari.“
Nýfjárfestingar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.