Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara

Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara er skipuð samkvæmt 87. gr. búvörulaga og starfar samkvæmt þeim lögum. Í nefndinni sitja þrír menn, einn skal skipaður án tilefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af ráðherra sem fer með tekjuöflun ríkisins og sá þriðji skal tilnefndur af ráðherra sem fer með málefni innflutnings. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.  

Nefndin er til ráðuneytis um ákvæði búvörulaga um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Nefndin gerir tillögur til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur skv. 65. og 65. gr. A., samkvæmt viðaukum IIIA og B við tollalög nr. 88/2005 á þeim tollum sem tilgreindir eru í 12. gr. í tollalögum. 

Þá gerir nefndin tillögur um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við tollalög á þeim tollum sem tilgreindir eru í 12. gr. tollalaga þegar framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði. 

Einnig fjallar nefndin um ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. 84. og 85. gr. laganna og gerir tillögu um beitingu viðbótartolla skv. 86. gr. laganna, við innflutning tiltekinna landbúnaðarvara. Nefndin er ráðherra til ráðuneytis um úthlutun tollkvóta skv. 65. gr. B er varðar skuldbindingar um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum. 

Verklagsreglur

 1. Nefndin starfar á grundvelli búvörulaga, nr. 99/1993. Skipun nefndarinnar er á grundvelli 87. gr. laganna.
 2. Nefndin gerir tillögur til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur skv. 65. og 65. gr. A., samkvæmt viðaukum IIIA og B við tollalög nr. 88/2005 á þeim tollum sem tilgreindir eru í 12. gr. í tollalögum. Þá gerir nefndin tillögur um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við tollalög á þeim tollum sem tilgreindir eru í 12. gr. tollalaga þegar framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði. Einnig fjallar nefndin um ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. 84. og 85. gr. laganna og gerir tillögu um beitingu viðbótartolla skv. 86. gr. laganna, við innflutning tiltekinna landbúnaðarvara. Nefndin er ráðherra til ráðuneytis um úthlutun tollkvóta skv. 65. gr. B er varðar skuldbindingar um innflutning á landbúnaðar-vörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum.
 3. Erindi berast formanni, ritara eða öðrum nefndarmönnum.
 4. Formaður leggur drög að ákvörðun um hvort erindi eigi undir nefndina og kemur þeim á framfæri við aðra nefndarmenn á fundi nefndarinnar eða með tölvupósti. Gefi nefndarmenn til kynna að þeir séu ósammála tillögu formanns skal ákvörðunin tekin fyrir á fundi nefndarinnar en að öðrum kosti telst tillaga formanns samþykkt.
 5. Formaður er ábyrgur fyrir meðferð erindis þar til það er tekið fyrir á fundi nefndarinnar.
 6. Afgreiðsla erinda þegar framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eða sýnt þykir að svo verði ekki á næstu mánuðum, sbr. 65. gr. A:
  6.1 Formaður skal undirbúa rannsókn nefndarinnar vegna erindis sem á undir nefndina, m.a. með tölvupóstsamskiptum við dreifingaraðila, framleiðendur og aðra þá sem nauðsynlegt reynist að afla upplýsinga frá vegna afgreiðslu erindis.
  6.2 Að undirbúningi loknum boðar formaður til fundar í nefndinni til að taka erindi til umfjöllunar.
  6.3 Nefndin fjallar um erindi á fundi. Ef þau gögn sem fyrir nefndinni liggja þykja renna stoðum undir tillögugerð til ráðherra aflar formaður nauðsynlegra upplýsinga um verð á viðkomandi landbúnaðarvöru, bæði innanlands og utan, eins og lög áskilja.
  6.4 Þegar nefndin hefur unnið tillögu að reglugerð um úthlutun tollkvóta er hún send Bændasamtökum Íslands, Félagi atvinnurekenda, Samtökum verslunar og þjónustu og Neytendasamtökunum til umsagnar.
  6.5 Að fjórum dögum liðnum tekur nefndin þær athugasemdir sem berast til skoðunar og tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort tillagan verði send ráðherra.
 7. Ráðgjafarnefndin gerir tillögur til ráðherra um úthlutun WTO, ESB og EFTA tollkvóta, sbr. 65. og 65. gr. B.
  7.1 Nefndin skilar inn tillögum að reglugerð um auglýsingu á tollkvótum og sendir þær til umsagnar eftir því sem við á. Tillögur um úthlutun tollkvóta á grundvelli 65. gr. B eru ekki sendar til umsagnar.
  7.2 Að fjórum dögum liðnum eru tollkvótar auglýstir á heimasíðu ráðuneytisins. Gefinn er 7 til 10 daga frestur til að senda inn umsóknir. Umsóknir sem berast eftir auglýstan frest skal vísa frá.
  7.3 Eftir umsóknarfrest er farið yfir allar umsóknir, berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar er leitað tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum.
  7.4 Gefinn er 7 til 10 daga frestur til að senda inn tilboð. Tilboð sem berast eftir auglýstan frest skal vísa frá.
  7.5 Til þess að tilboð teljist gild þurfa þau að uppfylla eftirfarandi:
  7.5.1 Magn sem boðið er í skal vera jafnt eða minna en það magn sem sótt var um.
  7.5.2 Tilboðsgjafi býður tiltekna krónutölu á innflutt kíló samkvæmt viðeigandi tollskrárnúmerum. Heimilt er að skipta upp magni með misháum tilboðum. Tilboð skulu gerð í heilum krónum á kíló.
  7.5.3 Með tilboði skal fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags, þar sem tilboðið er tryggt.
  7.5.4 Tilboð skulu berast ráðuneytinu á skriflegu formi ásamt tryggingu fyrir ákveðinn tíma.
  7.6 Eftir umsóknarfrest er farið yfir tilboðin. Tilboðum er raðað frá því hæsta til hins lægsta.
  7.7 Nefndin fer yfir og tekur afstöðu til innsendra tilboða.
  7.8 Ráðuneytið gefur út úthlutunarbréf, stíluð á tilboðsgjafa enda hafi hann uppfyllt skilyrði úthlutunarinnar. Ef um útboð hefur verið að ræða skal greiða andvirði tollkvótans til Fjársýslu ríkisins. Tollstjóri tekur við úthlutunarbréfum og heldur skráningu yfir tollkvóta hvers aðila.
 8. Nefndin getur gert tillögur til ráðherra um ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning, skv. 84. og 85. gr. laganna til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og innfluttra vara.
 9. Nefndin getur gert tillögur til ráðherra um ákvörðun um beitingu viðbótartolla skv. 86. gr. laganna við innflutning tiltekinna landbúnaðarvara.
 10. Fundargerðir nefndarinnar eru birtar á heimasíðu ráðuneytisins.
 11. Nefndin leitar ekki umsagna vegna erinda sem nefndin hafnar.
 12. Nefndin er ekki stjórnsýslunefnd í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ráðgjöf og tillögur hennar eru ekki bindandi, endanleg ákvörðun er á hendi og ábyrgð ráðherra. Nefndin þarf hins vegar alltaf að fara eftir stjórnsýslulögunum þegar kemur að því að undirbúa stjórnvaldsákvarðanir.

 Fundargerðir

Síðast uppfært: 16.3.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira