Hoppa yfir valmynd

Ræktum Ísland!

Ræktum Ísland! er umræðuskjal verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu. 

Með umræðuskjalinu er opnað á frekara samtal og samráð. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Þú getur nálgast skjalið hér: 

 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Við gerð meginatriðanna var tekið mið af þremur lykilbreytum sem munu hafa mikil áhrif á þróun landbúnaðar á komandi árum:  

 • Landnýting Sjálfbær nýting beiti- og ræktunarlanda er lykilatriði ef tryggja á framtíð landbúnaðar á Íslandi. Vatn og nytjaland til ræktunar eru meðal mestu verðmæta samtímans hvert sem litið er í veröldinni. Mikilvægt er að sátt ríki um sjálfbæra landnýtingu.
 • Loftslagsmál – umhverfisvernd Samhliða sífellt minni losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna manna verður að minnka losun frá landi og binda kolefni í vistkerfum. Á þetta ber að leggja megináherslu í landbúnaðarstefnu. Verkið verður ekki unnið án þátttöku bænda og án þess að hlutur þeirra sé metinn til fjár á einn hátt eða annan.

 • Tækni – nýsköpun Með nýtingu nýrrar tækni má gjörbreyta aðferðum á sviði landbúnaðar eins og annars staðar. Þá hefur tækni til að tryggja rekjanleika matvæla allt frá beitarlandi til borðstofu tekið stórstígum framförum.

Fundaröð

Í byrjun júní mun Kristján Þór efna til tíu opinna funda (með fyrirvara um sóttvarnareglur) um allt land til að kynna skjalið og eiga samtal um það.  Verkefnisstjórnin verður einnig á fundunum. 

Fundardagskráin er eftirfarandi: 

 1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
 2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
 3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (athugið breytta staðsetningu)
 4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
 5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
 6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
 7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
 8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
 9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
 10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! er nú í Samráðsgátt stjórnvalda og verður hægt að veita umsögn þar til 26. maí nk. Þau sem vilja koma ábendingum á framfæri eru hvött til að gera það þar.  Hér fyrir ofan má fylgjast með kynningu á stefnunni. 

 

 


 

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira