Hoppa yfir valmynd

Ræktum Ísland!

Ræktum Ísland! leggur drög að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. 

Þetta er í fyrsta sinn sem mótuð er slík heildarstefna fyrir Ísland.

Þú getur nálgast skjalið hér: 

Ræktum Ísland! byggir á þremur lykilbreytum sem munu verða ráðandi í landbúnaði framtíðarinnar:  

  • landnýting,
  • loftslagsmál og umhverfisvernd og
  • tækni og nýsköpun.

 

Þessar þrjár breytur setja sterkan svip á þau tíu áhersluatriði sem dregin eru fram í stefnu tillögunni en þau eru:  landnýting, landsskipulag og flokkun, fæðuöryggi, líffræðilegur fjölbreytileiki, umhverfisvernd, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, fjórða iðnbyltingin, menntun, rannsóknir, þróun, og fjárhagsleg samskipti ríkis og bænda. Þá er í tillögunum kynnt 22 skref sem að mati verkefnisstjórnar er nauðsynlegt að stíga við gerð aðgerðaráætlunar.  

„Landbúnaður er grunnstoð allra samfélaga. Framtíð og sjálfbærni íslensks landbúnaðar ræðst af því að litið sé til þeirra sóknarfæra sem felast í hreinni orku og auðlindum íslenskrar moldar og vatns. Skapa ber bændum svigrúm til að nýta þessar auðlindir, m.a. með menntun, ráðgjöf, stuðningi, nýsköpun, vöruþróun og aðlögun að kröfum markaðarins,“ segir í stefnunni.  

 

 

Þrjú ár eru síðan vinna við mótun stefnunnar hófst í samráði við Bændasamtök Íslands, en hún var samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs undir forystu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Í september 2020 skipaði ráðherra verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lagði í maí sl. fram Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Skjalið var í kjölfarið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra, ásamt verkefnisstjórn, fór að því loknu í hringferð um landið og hélt tíu opna fundi þar sem hlustað var eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum um umræðuskjalið. Verkefnisstjórnin vann svo úr niðurstöðum þeirra ábendinga sem bárust. Áætlað er að stefnan verði lögð fyrir Alþingi sem þingsályktunartillaga á næsta þingi.

  

 

  

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira