Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga um að efla virka samkeppni í viðskiptum með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í ativnnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Eftirlit Samkeppniseftirlitsins tekur til hvers konar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins

Með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins fer þriggja manna stjórn sem skipuð er af iðnaðar- og viðskiptaráðherra til fjögurra ára í senn.  Þrír varamenn eru skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna.

Skipan stjórnar Samkeppniseftirlitisins 2015-2019:

  • Guðrún Ragnarsdóttir, formaður
  • Eyvindur G. Gunnarsson
  • Ásta Dís Óladóttir

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er ráðinn af stjórn stofnunarinnar og setur hún honum starfslýsingu. Kjararáð ákveður starfskjör forstjóra. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn