Samkeppnisreglur EES samnings

Regluverk ESB á sviði samkeppni leggur bann við ólögmætu samráði fyrirtækja og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, ásamt því að setja ákveðin skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja, en meginreglur þessar er að finna í 53. – 64. gr. EES-samningsins. Samkeppnisreglum EES-samningsins er aðeins beitt þegar samningar og ákvarðanir fyrirtækja á EES-svæðinu geta haft bein eða óbein áhrif á viðskipti milli ríkja. 

Samkeppnisreglur EES-samningsins gilda því samhliða hinum íslensku samkeppnislögum nr. 44/2005. Í þeim tilvikum þar sem reynir á samkeppnisreglur EES-samningsins er þeim beitt af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), framkvæmdastjórn ESB og Samkeppniseftirlitinu. Ákvæði um verkaskiptingu milli ESA og framkvæmdastjórnarinnar er að finna í 56. og 57. gr. EES-samningsins.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn