Hoppa yfir valmynd

Hvalveiðar

Hvalveiðar Íslendinga byggja á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum í hafi. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi þ.e. hrefnu og langreyði. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum, þær eru sjálfbærar, undir ströngu eftirliti og í samræmi við alþjóðalög.

Árið 2019 var gefin út reglugerð um sjálfbærar veiðar og aflamark fyrir hrefnu og langreyði en aflamarkið byggist á ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar Íslands. Að hámarki verða veiddar árlega 217 hrefnur árin 2019-2023 og 161 langreyðar á árunum 2019 og 2023, í samræmi við tillögur stofnunarinnar.

Vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) hafa staðfest að stofnar hrefnu og langreyðar eru báðir stórir, eins og sjá má á vefsetrum beggja stofnana (www.iwc.int og www.nammco.no). Einnig ber að hafa í huga að hvorugur þeirra hvalastofna sem Íslendingar nýta, er á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) flokkuð sem dýrategund sem ógn steðjar að (þ.e. „í bráðri útrýmingarhættu“, „í útrýmingarhættu“ eða „viðkvæmar“) í nýjasta svæðisbundna matinu á hvalategundum í Norður-Atlantshafi.

Ísland er öflugur málsvari alþjóðlegs samstarfs um að tryggja viðhald og sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum í hafi og hvalir eru þar með taldir. Íslendingar hafa alltaf tekið þá afstöðu innan Alþjóðahvalveiðiráðsins á grundvelli Alþjóðasáttmálans um stjórnun hvalveiða. Hlutverk Alþjóðahvalveiðiráðsins er, eins og fram kemur í stofnsáttmála þess, að standa að viðeigandi vernd hvalastofna og þannig að gera það kleift að þróa hvalveiðiiðnaðinn skipulega.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.9.2019
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira