Spurningar og svör um hvalveiðar Íslendinga
Öll alþjóðleg viðskipti með íslenskar afurðir hvala eru í samræmi við skyldur Íslendinga samkvæmt alþjóðalögum, þar með talin CITES-sáttmálinn.
"Það eru engar ástæður til þess að óttast neikvæð heilsufarsleg áhrif vegna neyslu hvalkjöts frá Íslandi. Allar lífverur í sjó bera í sér mælanlegt magn mengunarefna, ekki síst langlífar tegundir ofarlega í fæðukeðjunni. Þau hafa fundist í fremur miklu magni í ákveðnum tegundum tannhvala auk fisktegunda á borð við túnfisk og lúðu sem veiddar eru í atvinnuskyni. Skíðishvalir eru hins vegar mun neðar í fæðukeðjunni. Í þeim er þess vegna að finna mun minna magn af mengunarefnum. Langreyðar og hrefnur eru skíðishvalir og rannsóknir á mengunarefnum í kjöti þeirra hafa sýnt að þau eru þar í mun minna magni en hámarksviðmið þau sem gilda um matvæli.
Rannsóknir hafa þvert á móti sýnt að hvalaafurðir eru hágæða matvæli hvað varðar næringarefni og lífvirk efni sem efla heilbrigði fólks. Kjötið er magurt og fita þess rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum. Kjötið er auk þess hágæða fæða, prótínrík og auðug af mikilvægum steinefnum og ákveðnum vítamínum, rétt eins og annað sjávarfang.
Íslendingar líta svo á að spurningin um alþjóðleg viðskipti hafi ekkert með stjórnun hvalveiða eða varðveislu hvalastofna að gera. Hvað varðveislusjónarmiðið varðar snýst það um hve margir hvalir eru veiddir, ekki hvar afurðanna er neytt að veiðum loknum.
Íslendingar eru ekki sammála þeirri skoðun að alþjóðleg viðskipti séu í eðli sínu slæm, hvorki með hvalaafurðir né aðrar vörur sem seldar eru á löglegan hátt. Íslendingar styðja heldur ekki mismunun á sviði viðskipta á milli stórra og lítilla landa.
Umfang veiða sker úr um sjálfbærni veiðanna og hefur ekkert með það að gera hve langt afurðirnar eru fluttar áður en þeirra er neytt.
Já. Hvalir eru veiddir í mörgum öðrum löndum og sums staðar í miklu meira umfangi en á Íslandi. Bandaríkin hafa til dæmis fimm ára blokkarkvóta 280 norðhvala úr stofni sem telur um 10.000 dýr. Af þeim hvalveiðiþjóðum sem starfa líkt og Íslendingar innan Alþjóðahvalveiðiráðsins veiða Bandaríkjamenn, Rússar, Norðmenn, Japanir og Grænlendingar mest, bæði hvað varðar fjölda dýra og magn afurða. Hvalveiðar allra þessara þjóða eru löglegar og í samræmi við lög Alþjóðahvalveiðiráðsins og það á líka við um Íslendinga.
Íslendingar eru líkt og flestar þjóðir andsnúnir ósjálfbærum hvalveiðum og styðja vernd hvalastofna sem eru í útrýmingarhættu.
Á Íslandsmiðum er einungis veitt úr stofnum sem nóg er af í hafinu umhverfis landið. Ákveðnum verndarsvæðum hefur verið úthlutuð til hvalaskoðunar til þess að draga sem allra mest úr líkum á árekstum á milli hvalaskoðunar og hvalveiða.
Reynslan undanfarinn áratug hefur sýnt að atvinnugreinarnar hvalveiðar og hvalaskoðun útiloka ekki hvor aðra og að þær geta lifað hlið við hlið með góðu samstarfi hlutaðeigandi. Þannig hefur reynslan einnig verið í öðrum löndum þar sem hvalaskoðun og hvalveiðar þrífast hlið við hlið.
Þær aðferðir sem beitt við hvalveiðar við strendur Íslands eru þær bestu sem í boði eru, þær byggjast á norskum rannsóknum og eru í samræmi við reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ekki er elst við dýrin á háhraða farartækjum og flest dýranna deyja án þess að gera sér grein fyrir því að hvalveiðimenn elta þau. Tölfræðilegar upplýsingar Norðmanna, sem nota sömu aðferðir, sýna að um 80% dýranna deyja umsvifalaust við skotið. Langflest hinna 20% deyja innan nokkurra mínútna. Þær aðferðir sem notaðar eru tryggja að dýrin séu veidd með sem mestum hraða og eins mannúðlega og hægt er og að allar þjáningar séu lágmarkaðar. Reyndar eru þessar aðferðir skilvirkari og mannúðlegri en þær sem notaðar eru til þess að veiða önnur stór spendýr, til dæmis hjartardýr.
"Alþjóðanáttúruverndarsjóðurinn (IUCN) gefur út alþjóðlegan válista sem ætlað er að gefa yfirlit um stöðu lífvera á hverjum tíma. Grunneiningin í flokkunarkerfi válistans er tegund og hefur það sætt nokkurri gagnrýni sérstaklega hvað varðar tegundir sem skiptast í marga aðskilda stofna sem geta verið í ólíku ástandi hvað varðar verndun. Sérstaklega getur þetta gefið villandi mynd fyrir tegundir eins og stóru skíðishvalina sem finnast um víða veröld en skiptast í fjölmarga óháða stofna eða deilitegundir. Flokkun þeirra á heimsvísu muna alltaf ráðast af stöðu stofnanna á Suðurhveli jarðar sem voru geysistórir fyrir tíma hvalveiða en eru flestir í bágu ástandi enn í dag. Þar á meðal er langreyður sem hefur verið flokkuð í útrýmingarhættu (EN: endangered) á heimslistanum þótt skýrt hafi komið fram í greinargerð IUCN að langreyður í Norður Atlantshafi sé í mun betra ástandi. Það endurspeglast einni í válista Evrópusambandsins sem tekur til austurhluta Norður Atlanshafs þar sem langreyður er ekki flokkuð í hættu. Þrátt fyrir þetta hefur flokkun langreyðar sem EN á heimslistanum mikið verið beitt í áróðursstríðinum um hvalveiðar Íslendinga. Árið 2018 var flokkun langreyðar á heimslista IUCN breytt úr „útrýmingarhættu“ í „viðkvæm staða/í nokkurri hættu“ (VU: vulnerable) m.a. í ljósi fjölgunar á Suðurhveli.
Í árslok 2018 kom út á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrsti svæðisbundni válistinn fyrir íslensk spendýr þar sem beitt er sömu viðmiðum og á heimslista IUCN (https://www.ni.is/midlun/utgafa/valistar/spendyr/valisti-spendyra). Þar flokkast langreyður sem „ekki í hættu“ (LC: least concern) sem staðfestir enn frekar gott ástand stofnsins hér við land. Í þeim flokki eru einnig hrefna, sandreyður, hnúfubakur auk smærri tannhvala.
Hrefna flokkast einnig sem LC á heimslista IUCN.
1. mynd frá sérfræðingahópi IUCN um hvali. Sjá www.http://jr.iucnredlist.org/documents/attach/Mammals/2478_Balaenoptera_physalus.pdf. Þessi mynd og skýrslan henni tengd sýna svo ekki verður um villst að ekki hefur orðið fækkun í stofni langreyða í Norður-Atlantshafi á viðmiðunartímabilinu.
Stefna Íslendinga um málefni hafsins byggist á því að viðhalda heilbrigði, líffræðilegri fjölbreytni og sjálfbærni hafsins umhverfis Ísland til framtíðar litið með það fyrir augum að auðlindir þess haldi áfram að styðja við og stuðla að velferð þjóðarinnar. Stefnan felur í sér varðveislu og umsjón auðlinda á grundvelli vísindalegrar þekkingar í ljósi virðingar fyrir vistkerfi hafsins í heild sinni.
Stofnstærðarmat á hrefnu og langreyði við strendur Íslands hefur hlotið samþykki bæði vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og vísindanefndar Norður-Atlantshafs spendýraráðsins (NAMMCO). Litið er svo á að báðir stofnar séu ríkulegir að stærð.
Spurningar og svör á ensku.
Uppfært af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í febrúar 2019.
Nánari upplýsingar um stjórnun Íslendinga á lifandi auðlindum í hafi má finna á www.fisheries.is.
Nánari upplýsingar um ýmis vísindaverkefni varðandi hvali og önnur sjávarspendýr í Norður-Atlantshafi má finna á vefsetrum Hafrannsóknastofnunar Íslands og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Alþjóðlegar stofnanir
Sjávarútvegur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.