Hoppa yfir valmynd

Sjóðir tengdir sjávarútvegi og fiskeldi

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Almenn deild veitir styrki til verk­efna sem falla undir verkefnasvið og eru á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar, fiskveiði­eftirlits Fiskistofu og Matvælastofnunar, Veiðimálastofnunar, Matís ohf. sem og Rannsóknasjóðs um aukið verðmæti sjávarfangs (AVS-rannsóknasjóðs). Í tillögum sínum til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum skal stjórnin líta til þess hvort rannsóknaverkefni falli að langtímaáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar, Veiðimálastofnunar, Matís ohf. eða þeim sérstöku verkefnum sem Fiskistofu  og Matvælastofnun eru falin vegna eftirlits með fiskveiðum. Leggi stjórn Verkefnasjóðs sjávarútvegsins til að fé verði veitt til Rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs skal því varið til rannsókna- eða þróunarverkefna einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja samkvæmt áherslum AVS-rannsóknasjóðs á grundvelli faglegs mats stjórnar þess sjóðs á gæðum verkefnanna, færni þeirra einstaklinga sem stunda þau og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði veitir styrki til verkefna einstaklinga, fyrirtækja, rannsókna-, þróunar og háskólastofnana og er úthlutað til verkefna sem efla rannsóknar- og þróunarverkefni á lífríki sjávar umhverfis Íslands og efla til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs. Auglýst er eftir umsóknum um styrki í fjölmiðlum. Styrkir eru veittir til eins árs í senn. Heimilt er að veita framhaldsstyrk á grundvelli nýrrar umsóknar, enda standist verkefnið kröfur um framvindu og gæði.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipar þrjá menn í stjórn hvorrar deildar.

  • Stjórn deildar um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði skipa Lárus Ægir Guðmundsson sem er formaður, Dóra Hlín Gísladóttir og Pétur Bjarnason.
  • Stjórn almennrar deildar skipa Guðrún Gísladóttir sem er formaður, Jóhann Guðmundsson og aðstoðarmaður ráðherra.

Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

AVS er rannsóknasjóður í sjávarútvegi sem starfar á vegum ráðuneytisins.

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Stjórn sjóðsins forgangsraðar tillögum til ráðherra um styrki til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis lýtur fjögurra manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn skv. lögum um fiskeldi. Einn stjórnarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu ráðherra sem fer með umhverfismál. Ráðherra skal skipa formann sjóðsins án tilnefningar og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jafnt. Varamenn skal skipa með sama hætti.Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerð setta samkvæmt þeim. Verkefni stjórnar eru að:

  1. skila ársreikningum og reglulegu yfirliti um starfsemi sjóðsins til ráðherra
  2. taka ákvarðanir um forgangsröðun verkefna og greiðslur úr sjóðnum
  3. taka ákvarðanir um ávöxtun eigin fjár
  4. tryggja að upplýsingar og gögn sem unnin eru á vegum sjóðsins séu aðgengileg
Síðast uppfært: 4.11.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira